Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 22:18 Þjálfari Hauka, Bjarni Magnússon, var ánægður með sitt lið í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn. „Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“ Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“
Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00