Flensan farin á flug Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2022 23:01 Það er ekki bara Covid sem herjar á sjúklinga og starfsfólk heldur líka inflúensa og fleiri veirupestir. Vísir/Vilhelm Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. Undanfarnar vikur hefur verið stígandi í fjölda inflúensugreininga hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að líklegt sé að eiginlegur faraldur sé yfirvofandi. Álag vegna Covid-19 sé nú mikið á heilbrigðisstofnunum og full ástæða til að hindra eins og hægt er að inflúensufaraldur verði útbreiddur næstu vikurnar. „Við sjáum það að það er ekki bara Covid sem að er að herja á sjúklinga og starfsfólk heldur líka inflúensa og fleiri veirupestir,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sigríður segir bæði börn og fullorðna hafa veikst af flensunni. „Það er bara yfirleitt þannig með inflúensu að hún getur lagst illa á fólk sem sérstaklega er veikt fyrir. Þannig að það er kannski sami hópurinn og er viðkvæmur fyrir Covidsmiti.“ Enn þá er í boði bólusetning gegn flensunni. Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. „Það eru ansi mikil afföll í hópi starfsmanna. Það sem að við stöndum frammi fyrir núna fyrir helgina er að það eru komin upp smit í starfsmannahóp á smitsjúkdómadeildinni okkar þar sem við erum að sinna Covidsjúklingunum og við þurfum liðsauka. Þannig að við höfum verið að kalla eftir því að fólk sem að hefur kannski lagt okkur lið áður og vinnur kannski á öðrum stofnunum og sér sér fært og koma og taka einhverjar vaktir um helgina þá væri það afskaplega vel þegið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. 16. mars 2022 20:45 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið stígandi í fjölda inflúensugreininga hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að líklegt sé að eiginlegur faraldur sé yfirvofandi. Álag vegna Covid-19 sé nú mikið á heilbrigðisstofnunum og full ástæða til að hindra eins og hægt er að inflúensufaraldur verði útbreiddur næstu vikurnar. „Við sjáum það að það er ekki bara Covid sem að er að herja á sjúklinga og starfsfólk heldur líka inflúensa og fleiri veirupestir,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sigríður segir bæði börn og fullorðna hafa veikst af flensunni. „Það er bara yfirleitt þannig með inflúensu að hún getur lagst illa á fólk sem sérstaklega er veikt fyrir. Þannig að það er kannski sami hópurinn og er viðkvæmur fyrir Covidsmiti.“ Enn þá er í boði bólusetning gegn flensunni. Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. „Það eru ansi mikil afföll í hópi starfsmanna. Það sem að við stöndum frammi fyrir núna fyrir helgina er að það eru komin upp smit í starfsmannahóp á smitsjúkdómadeildinni okkar þar sem við erum að sinna Covidsjúklingunum og við þurfum liðsauka. Þannig að við höfum verið að kalla eftir því að fólk sem að hefur kannski lagt okkur lið áður og vinnur kannski á öðrum stofnunum og sér sér fært og koma og taka einhverjar vaktir um helgina þá væri það afskaplega vel þegið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. 16. mars 2022 20:45 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52
Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. 16. mars 2022 20:45
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40