Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 14:11 Reykjahlíð í Mývatnssveit er einn af byggðarkjörnunum sem mynda hið nýja sveitarfélag. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“ Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira