Sonur túrmenska einvaldsins vann yfirburðasigur í forsetakosningum Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 10:25 Hinn fertugi Serdar Berdymukhamedov tekur við forsetaembættinu í Mið-Asíuríkinu Túrmenistan af föður sínum. AP Serdar Berdymukhamedov, sonur túrkmenska einvaldsins Gurbanguly Berdymukhamedov, vann stórsigur í forsetakosningum í landinu um helgina. Hann mun því taka við embættinu af föður sínum sem stýrt hefur landinu frá árinu 2006. Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin. Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin.
Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05