Tuchel ætlar ekki að flýja Chelsea-skipið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnar hér sigurmarki Kai Havertz í gær. Getty/Clive Mason Það er erfitt ástand hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að eigur eigandans Romans Abramovich voru frystar. Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira