Helena: Steini opnaði örugglega kampavínsflösku þegar hann sá Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:00 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu. Visir/Vilhelm Elín Metta Jensen var fljót að stimpla sig inn þegar hún kom inn á völlinn í sigri Valskvenna á Þór/KA í Lengjubikar kvenna um helgina. Mikil umræða skapaðist um Elínu Mettu á dögunum þar sem sumir voru að velta því fyrir sér hvort að þessi frábæra knattspyrnukona væri hætt í fótbolta enda á fullu í læknisnámi með boltanum. Elín Metta vildi lítið segja nema að það að hún væri ekki hætt. Hún sýndi það síðan í verki í leiknum um helgina þegar hún skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það tók hana bara fjórar mínútur að skora. Lengjubikarmörk kvenna sýndu mörkin tvö hjá Elínu Mettu og ræddu endurkomu hennar. Klippa: Lengjubikarmörkin: Elín Metta mætti aftur með stæl „Elín Metta kemur inn á í síðari hálfleik og setur tvö mörk. Steini hlýtur að hafa opnað eina kampavínsflösku í gær þegar hann horfði á leikinn sem ég var að lýsa,“ sagði Helena Ólafsdóttir um innkomu Elínar Mettu. Elín er ekki aðeins mikilvæg fyrir Val heldur einnig fyrir íslenska kvennalandsliðið sem er að fara á Evrópumótið í Englandi í sumar. Sérfræðingarnir skutu þá aðeins á þáttarstjórnandann sem var þó að auðvitað að tala um að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hafi fagnað endurkomu Elínar en ekki sérstaklega lýsingu hennar. „Hann hlýtur að hafa glaðst mjög þegar hann sá Elínu Mettu koma þarna inn,“ sagði Helena. Elín kom inn á 56. mínútu og skoraði síðan á 60. og 82. mínútu. Vísir/Vilhelm „Já, ég held það og ég held að við öll sem erum stuðningsfólk íslenska landsliðsins höfum glaðst yfir þessu. Það tók hana fjórar mínútur að minna á sig og er hún bara þannig týpa, að eftir þessa umræðu, verður hún ekki bara langbest í sumar?“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Hún er svo mikil keppniskona og ég held að hún vilji alveg troða sokk upp í marga. Það var svolítið búið að afskrifa hana og ákveða þetta fyrir hana en það verður spennandi að sjá hvað Elín gerir,“ sagði Helena. Það má sjá mörkin og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um Elínu Mettu á dögunum þar sem sumir voru að velta því fyrir sér hvort að þessi frábæra knattspyrnukona væri hætt í fótbolta enda á fullu í læknisnámi með boltanum. Elín Metta vildi lítið segja nema að það að hún væri ekki hætt. Hún sýndi það síðan í verki í leiknum um helgina þegar hún skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það tók hana bara fjórar mínútur að skora. Lengjubikarmörk kvenna sýndu mörkin tvö hjá Elínu Mettu og ræddu endurkomu hennar. Klippa: Lengjubikarmörkin: Elín Metta mætti aftur með stæl „Elín Metta kemur inn á í síðari hálfleik og setur tvö mörk. Steini hlýtur að hafa opnað eina kampavínsflösku í gær þegar hann horfði á leikinn sem ég var að lýsa,“ sagði Helena Ólafsdóttir um innkomu Elínar Mettu. Elín er ekki aðeins mikilvæg fyrir Val heldur einnig fyrir íslenska kvennalandsliðið sem er að fara á Evrópumótið í Englandi í sumar. Sérfræðingarnir skutu þá aðeins á þáttarstjórnandann sem var þó að auðvitað að tala um að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hafi fagnað endurkomu Elínar en ekki sérstaklega lýsingu hennar. „Hann hlýtur að hafa glaðst mjög þegar hann sá Elínu Mettu koma þarna inn,“ sagði Helena. Elín kom inn á 56. mínútu og skoraði síðan á 60. og 82. mínútu. Vísir/Vilhelm „Já, ég held það og ég held að við öll sem erum stuðningsfólk íslenska landsliðsins höfum glaðst yfir þessu. Það tók hana fjórar mínútur að minna á sig og er hún bara þannig týpa, að eftir þessa umræðu, verður hún ekki bara langbest í sumar?“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Hún er svo mikil keppniskona og ég held að hún vilji alveg troða sokk upp í marga. Það var svolítið búið að afskrifa hana og ákveða þetta fyrir hana en það verður spennandi að sjá hvað Elín gerir,“ sagði Helena. Það má sjá mörkin og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira