Rukka inn á bílastæði í óþökk sveitarfélags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. mars 2022 21:37 Nú kostar þúsund kall að leggja við Reykjanesvita. vísir/einar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka gjald inn á bílastæði við Reykjanesvita. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það. Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már. Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már.
Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira