Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 16:01 Hugsar Thomas Tuchel sér til hreyfings eftir vendingar síðustu daga? getty/Lewis Storey Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira