Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 12:01 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira