„Við viljum bara hefna fyrir þann leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 12:30 Hildur Þorgeirsdóttir fagnar marki með Fram í síðustu bikarúrslitaviku sem fór fram síðastliðið haust. Vísir/Vilhelm Hildur Þorgeirsdóttir og félagar í Fram ætla að reyna að stöðva sigurgöngu Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Framkonur eiga harma að hefna eftir að hafa tapað á móti KA/Þór í síðasta bikarúrslitaleik sem fór fram síðastliðið haust. „Það er ólýsanlegt að fá að vera með í þessu og það eru í raun smá forréttindi að fá að taka þátt í þessum leikjum. Við ætlum að byggja upp með það að njóta,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hana og forvitnaðist um það hvort liðið gerði eitthvað sérstakt eða öðruvísi fyrir svona leiki. Klippa: Viðtal við Hildi hjá Fram „Eftir að fyrirkomulaginu var breytt og að þetta séu tveir leikir þá er það massíft að spila á fimmtudegi og strax aftur á laugardegi. Það er því ekki pláss fyrir eitthvað mikið aukalega en reynum að setja á mikinn fókus og það er mikil stemmning á æfingum. Svo erum við með einhvern mat saman eða eitthvað slíkt,“ sagði Hildur. Fram mætir KA/Þór en þessi lið hafa spilað marga stóra leiki á síðustu árum. „Þessi leikur leggst bara mjög vel í mig og okkur. Þessir leikir okkar hafa farið á báða vegu. Þær hafa unnið okkur í vetur og við þær. Þær tóku okkur síðast í úrslitaleik í bikar fyrir áramót,“ sagði Hildur og það er komið að stund hefndarinnar. „Við viljum bara hefna fyrir þann leik en þær eru gífurlega sterkar og með góðan hóp,“ sagði Hildur en hvað þarf að ganga upp hjá Fram til að þær vinni þennan leik og komist í bikarúrslitin. „Við þurfum að ná upp góðum varnarleik og setjum aðalfókusinn okkar á það. Þá kemur markvarslan og í kjölfarið fáum við þessi auðveldu mörk með hraðaupphlaupum. Það er svona okkar upplegg. Þetta týpíska Fram-upplegg,“ sagði Hildur. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Leikur Fram og KA/Þór hefst klukkan 18.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Framkonur eiga harma að hefna eftir að hafa tapað á móti KA/Þór í síðasta bikarúrslitaleik sem fór fram síðastliðið haust. „Það er ólýsanlegt að fá að vera með í þessu og það eru í raun smá forréttindi að fá að taka þátt í þessum leikjum. Við ætlum að byggja upp með það að njóta,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hana og forvitnaðist um það hvort liðið gerði eitthvað sérstakt eða öðruvísi fyrir svona leiki. Klippa: Viðtal við Hildi hjá Fram „Eftir að fyrirkomulaginu var breytt og að þetta séu tveir leikir þá er það massíft að spila á fimmtudegi og strax aftur á laugardegi. Það er því ekki pláss fyrir eitthvað mikið aukalega en reynum að setja á mikinn fókus og það er mikil stemmning á æfingum. Svo erum við með einhvern mat saman eða eitthvað slíkt,“ sagði Hildur. Fram mætir KA/Þór en þessi lið hafa spilað marga stóra leiki á síðustu árum. „Þessi leikur leggst bara mjög vel í mig og okkur. Þessir leikir okkar hafa farið á báða vegu. Þær hafa unnið okkur í vetur og við þær. Þær tóku okkur síðast í úrslitaleik í bikar fyrir áramót,“ sagði Hildur og það er komið að stund hefndarinnar. „Við viljum bara hefna fyrir þann leik en þær eru gífurlega sterkar og með góðan hóp,“ sagði Hildur en hvað þarf að ganga upp hjá Fram til að þær vinni þennan leik og komist í bikarúrslitin. „Við þurfum að ná upp góðum varnarleik og setjum aðalfókusinn okkar á það. Þá kemur markvarslan og í kjölfarið fáum við þessi auðveldu mörk með hraðaupphlaupum. Það er svona okkar upplegg. Þetta týpíska Fram-upplegg,“ sagði Hildur. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Leikur Fram og KA/Þór hefst klukkan 18.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira