Handbolti

Arnór Snær: Ég pæli ekkert of mikið og spila bara leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Snær fagnar hér með félögum sínum eftir leik.
Arnór Snær fagnar hér með félögum sínum eftir leik. vísir/hulda margrét

„Við náum að keyra hraðaupphlaupin í seinni og vörnin small í gang með Bjögga fyrir aftan. Það gerði gæfumuninn,“ sagði stjarna Valsmanna í kvöld, Arnór Snær Óskarsson, sem átti ótrúlegan leik.

Hann skoraði þrettán mörk í leiknum og fiskaði þess utan fimm víti. Hann skoraði úr þeim öllum en öll níu víti Arnórs fóru í netið.

„Ég veit ekki hvaðan ég sæki sjálfstraustið. Ég pældi ekkert í því. Ég bara spila leikinn. Það er smá stress fyrst en svo gleymir maður því.“

Vítin hjá Arnóri Snæ voru lyginni líkust. Hvert öðru öruggara.

„Ég veit ekki hvað er málið með vítin. Ég ætlaði að eigna með hlutverk vítaskyttunnar og það hefur gengið vel. Ég ætla að reyna að spila minn leik í úrslitunum og bjóða upp á það sama,“ sagði Arnór Snær hógvær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×