Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 22:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. „Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00
Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47