Vill fá klukku á vegg Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 16:07 Tómas Tómasson vill geta fylgst með því hvernig tímanum líður, á vegg Alþingis. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira