Vill fá klukku á vegg Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 16:07 Tómas Tómasson vill geta fylgst með því hvernig tímanum líður, á vegg Alþingis. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira