Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:17 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir verðþróun á dísilolíu vera ógnvænlega. „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“ Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira
Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“
Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48