The Open: Anníe inn á topp tuttugu og Sara inn á topp hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en er samt langefst af íslensku keppendunum á The Open. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað efstu í karla- og kvennaflokki eftir tvo fyrstu hlutana á The Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir annan hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Topp tíu hjá íslensku körlunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Tíu prósent keppenda tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en þar verður síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Allt miðast þetta við að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Þriðji og síðasti hluti The Open hefst á morgun. Anníe Mist Þórisdóttir er langefst af íslenska CrossFit fólkinu. Hún náði 37. besta árangrinum í 22.2 og það skilar henni alla leið upp í tuttugasta sætið á heildarlistanum. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig líka um fimm sæti og er núna í 52. sæti. Jöfn og góð byrjun hennar lofar góðu fyrir framhaldið. Sara Sigmundsdóttir hækkaði sig líka mikið frá því í 22.1 en hún fór úr 117. sæti og upp í 74. sæti. Topp tíu hjá íslensku konunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Björgvin Karl Guðmundsson er síðan fjórði Íslendingurinn inn á topp hundrað og jafnframt eini íslenski karlmaðurinn þar. Björgin datt niður um 27 sæti en er í 77. sæti eftir fyrstu tvo hlutina. Næsti íslenski karlmaður á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 475. sæti í heildarkeppninni. Ingvar Svavarsson er í 647. sæti, Bjarni Leifs er í 902. sæti og Alex Daði Reynisson er í 1170. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fjórða hjá íslensku konunum en er bara í 208. sæti samanlagt. Katrín féll niður um 62 sæti milli vikna. Sólveig Sigurðardóttir er fimmta meðal íslensku kvennanna en í 213. sæti í heildarkeppninni. Hin átján ára gamla Mallory O'Brien heldur efsta sætinu en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er kominn upp í efsta sætið eftir að haga náði bestum árangri allra í 22.2 Norski táningurinn Leah Stören er nú í þriðja sætinu en hún er bara átján ára eins og O'Brien. Norðmenn eiga líka Andrea Solberg í fimmta sætinu en á undan henni er Frakkinn Laurie Clément. Brooke Wells, sem er að koma til baka eftir meiðsli, er nú sjöunda en sjötta er Emma McQuaid frá Írlandi. Bandaríkjamenn eru í efstu þremur sætunum hjá körlunum. Phil Toon er fyrstur, Saxon Panchik er annar og Matt Poulin er þriðji. Svíinn Victor Ljungdal sem varð fyrstu eftir 22.1 datt niður í fjórða sætið og heimsmeistarinn Justin Medeiros er fimmti eins og í viku eitt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir annan hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Topp tíu hjá íslensku körlunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Tíu prósent keppenda tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en þar verður síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Allt miðast þetta við að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Þriðji og síðasti hluti The Open hefst á morgun. Anníe Mist Þórisdóttir er langefst af íslenska CrossFit fólkinu. Hún náði 37. besta árangrinum í 22.2 og það skilar henni alla leið upp í tuttugasta sætið á heildarlistanum. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig líka um fimm sæti og er núna í 52. sæti. Jöfn og góð byrjun hennar lofar góðu fyrir framhaldið. Sara Sigmundsdóttir hækkaði sig líka mikið frá því í 22.1 en hún fór úr 117. sæti og upp í 74. sæti. Topp tíu hjá íslensku konunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Björgvin Karl Guðmundsson er síðan fjórði Íslendingurinn inn á topp hundrað og jafnframt eini íslenski karlmaðurinn þar. Björgin datt niður um 27 sæti en er í 77. sæti eftir fyrstu tvo hlutina. Næsti íslenski karlmaður á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 475. sæti í heildarkeppninni. Ingvar Svavarsson er í 647. sæti, Bjarni Leifs er í 902. sæti og Alex Daði Reynisson er í 1170. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fjórða hjá íslensku konunum en er bara í 208. sæti samanlagt. Katrín féll niður um 62 sæti milli vikna. Sólveig Sigurðardóttir er fimmta meðal íslensku kvennanna en í 213. sæti í heildarkeppninni. Hin átján ára gamla Mallory O'Brien heldur efsta sætinu en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er kominn upp í efsta sætið eftir að haga náði bestum árangri allra í 22.2 Norski táningurinn Leah Stören er nú í þriðja sætinu en hún er bara átján ára eins og O'Brien. Norðmenn eiga líka Andrea Solberg í fimmta sætinu en á undan henni er Frakkinn Laurie Clément. Brooke Wells, sem er að koma til baka eftir meiðsli, er nú sjöunda en sjötta er Emma McQuaid frá Írlandi. Bandaríkjamenn eru í efstu þremur sætunum hjá körlunum. Phil Toon er fyrstur, Saxon Panchik er annar og Matt Poulin er þriðji. Svíinn Victor Ljungdal sem varð fyrstu eftir 22.1 datt niður í fjórða sætið og heimsmeistarinn Justin Medeiros er fimmti eins og í viku eitt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira