Símamyndband af söngnum hefur farið víða síðustu klukkustundir en það var fyrst birt með leyfi móður stúlkunnar. Kristen Anderson-Lopez annar lagahöfundur Let It Go birti myndbandið í dag og hrósar þar stúlkunni frá Úkraínu.
Flutning stúlkunnar má sjá í myndbandinu að neðan.
„Kæra litla stúlka með fallegu röddina. Við eiginmaður minn sömdum þetta lag sem hluta af sögu um að lækna fjölskyldu í sársauka. Hvernig þú syngur það er eins og töfrabragð sem dreifir ljósinu í hjarta þínu og læknar alla sem heyra það. Haltu áfram að syngja! Við erum að hlusta!“
Idina Menzel, söngkonan sem syngur lagið í myndinni Frozen, skrifaði líka til hennar. „Við sjáum þig í alvöru.“ Með færslunni voru blá og gul hjörtu. Kvikmyndin Frozen kom út árið 2013 og lagið Let It Go vann Óskarsverðlaunin fyrir besta lagið.
Dear Little Girl with the beautiful voice,
— Kristen Anderson-Lopez (@Lyrikris10) March 7, 2022
My husband and I wrote this song as part of a story about healing a family in pain. The way you sing it is like a magic trick that spreads the light in your heart and heals everyone who hears it. Keep singing! We are listening! https://t.co/j8CnDSNJw8