Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 14:23 Guðmundur Gísli Geirdal er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stefndi á áframhaldandi starf í bæjarpólitíkinni. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. „Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18.
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43