Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 14:23 Guðmundur Gísli Geirdal er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stefndi á áframhaldandi starf í bæjarpólitíkinni. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. „Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Já, það er rétt,“ segir Guðmundur Gísli í samtali við fréttastofu. Aðspurður um ástæðuna segir hann ekki tímabært að greina frá því núna. Guðmundur bauð fram krafta sína í þriðja sæti listans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en einn kvenkyns bæjarfulltrúi gert athugasemd við hegðun Guðmundar. Í kjölfar uppákomu á viðburði sem bæjarfulltrúar og starfsmenn sóttu í nóvember barst kvörtun til Sjálfstæðisflokksins. Var málið tekið til skoðunar hjá flokknum og sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins. Var meðal annars rætt við Guðmund, þolanda og vitni í málinu og skilaði Attentus skýrslunni fyrir helgi. Var niðurstaðan sú að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi. Aðspurður út í þessa úttekt segist Guðmundur ekki ætla að tjá sig um málið af tillitsemi við annað fólk. Þá segist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann sitji út kjörtímabilið eða ekki. „Ég á eftir að ákveða það,“ segir Guðmundur Gísli. Þá vildi Guðmundur ekki fara nákvæmlega út í það hvenær hann tók ákvörðunina eða tilkynnti hana til Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin skyndilega heldur hafi hann velt henni fyrir sér í einhvern tíma. Helgi Magnússon er formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki einu sinni staðfesta að frambjóðandi hefði dregið sig úr prófkjörinu. Hann væri í fríi erlendis og raun tilviljun að blaðamaður hefði náð í gegn til hans vegna stopuls símasambands. Hann gat ekki vísað á neinn annan hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi sem gæti svarað spurningum er varðaði prófkjörið. Hann hefði verið erlendis frá 18. febrúar en væntanlegur aftur á miðvikudagskvöld. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá flokknum hófst þann 21. febrúar og stendur til 11. mars. Kjörstaðir verða svo opnaðir á laugardaginn klukkan 10 og verður opið til klukkan 18.
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43