Félagarnir undrandi á fjarveru Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 10:32 Cristiano Ronaldo með hendur á mjöðminni sem mun hafa komið í veg fyrir að hann gæti spilað í gær. Getty/Nathan Stirk Cristiano Ronaldo var ekki með Manchester United í borgarslagnum gegn Manchester City í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Samkvæmt frétt The Athletic var hann ekki einu sinni í borginni. Hinn 37 ára gamli Ronaldo mun ekki hafa getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla í mjaðmavöðva. United steinlá, 4-1, og vonir liðsins um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð dvínuðu enn. Samkvæmt The Athletic flaug Ronaldo heim til Portúgals áður en leikurinn í Manchester hófst. Miðillinn virti segir að það hafi vakið furðu í leikmannahópi United að Ronaldo skyldi ekki að minnsta kosti vera á svæðinu og sýna liðsfélögum sínum stuðning í þessum stórleik. Hvort sem fjarvera Ronaldos hafði áhrif eða ekki þá hafði United ekki roð við grönnum sínum og tvennur frá Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez tryggðu City öruggan sigur. Næsti leikur United er gegn Tottenham á laugardaginn og Ronaldo hefur því tæpa viku til að jafna sig fyrir þann leik. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði United og sérfræðingur Sky Sports, virtist telja eitthvað ósagt varðandi fjarveru Ronaldos í gær: „Það virðist vera. Ég kann alla vega ekki við það þegar stjórinn [Ralf Rangnick] talar um mjaðmaverki hjá honum, ég næ því ekki. Við tölum um Ronaldo eins og eitthvað vélmenni, hann er sárasjaldan meiddur en svo kemur hann af og til með það að það séu mjaðmameiðsli. Þetta stemmir ekki alveg í mínum huga,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ronaldo mun ekki hafa getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla í mjaðmavöðva. United steinlá, 4-1, og vonir liðsins um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð dvínuðu enn. Samkvæmt The Athletic flaug Ronaldo heim til Portúgals áður en leikurinn í Manchester hófst. Miðillinn virti segir að það hafi vakið furðu í leikmannahópi United að Ronaldo skyldi ekki að minnsta kosti vera á svæðinu og sýna liðsfélögum sínum stuðning í þessum stórleik. Hvort sem fjarvera Ronaldos hafði áhrif eða ekki þá hafði United ekki roð við grönnum sínum og tvennur frá Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez tryggðu City öruggan sigur. Næsti leikur United er gegn Tottenham á laugardaginn og Ronaldo hefur því tæpa viku til að jafna sig fyrir þann leik. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði United og sérfræðingur Sky Sports, virtist telja eitthvað ósagt varðandi fjarveru Ronaldos í gær: „Það virðist vera. Ég kann alla vega ekki við það þegar stjórinn [Ralf Rangnick] talar um mjaðmaverki hjá honum, ég næ því ekki. Við tölum um Ronaldo eins og eitthvað vélmenni, hann er sárasjaldan meiddur en svo kemur hann af og til með það að það séu mjaðmameiðsli. Þetta stemmir ekki alveg í mínum huga,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira