Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:01 Þrír leiðtogar bandaríska landsliðsins undanfarin á á blaðamannafundi en það eru þær Carli Lloyd, Megan Rapinoe, og Alex Morgan. EPA-EFE/JUSTIN LANE Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira