„Sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 07:31 Leikmenn Manchester United voru fljótir að gefast upp í gær að mati Roy Keane sem segir þörf á miklum breytingum í félaginu. Getty/Lynne Cameron Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var foxillur vegna frammistöðu liðsins gegn Manchester City í gær og sagði United-menn einfaldlega hafa gefist upp. Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira