Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:46 Keflavík hefur ekki spilað sinn besta bolta að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira