Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 12:16 Almar Guðmundsson vann Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði í baráttunni um oddvitasætið í Garðabæ, en það var handagangur í öskjunni eftir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“ Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06
Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47