Leeds tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Marcsh Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. mars 2022 14:35 Harvey Barnes skoraði sigurmark Leicester EPA-EFE/TIM KEETON Leicester City vann góðan sigur, 1-0, á Leeds United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var sá fyrsti sem Leeds leikur undir stjórn hins nýráðna kanttspyrnustjóra, Jesse Marsch. Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira
Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira