Innlent

Nokkrir snarpir skjálftar NV af Kolbeinsey

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lítil skjálftahrina mældist NV af Kolbeinsey í morgun. Stærsti skjálftinn mældist upp á 3,2.
Lítil skjálftahrina mældist NV af Kolbeinsey í morgun. Stærsti skjálftinn mældist upp á 3,2. Veðurstofa Íslands

Í morgun reið yfir lítil jarðskjálftahrina NV af Kolbeinsey.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir um alvanalegan atburð að ræða; þarna séu flekaskil og jarðskorpan á hreyfingu. „Það komu þarna skjálftar norðvestur af Kolbeinsey á hryggnum sjálfum.“

Stærsti skjálftinn í hrinunni varð laust fyrir klukkan sjö í morgun og mældist 3,2 en skömmu áður reið annar snarpur upp á 3,1.

Alls hafa sjö skjálftar mælst stærri en tveir frá klukkan sex í morgun.

Lovísa segist ekki hafa borist neinar tilkynningar um skjálftahrinuna frá almenningi enda voru upptök hennar fjarri þéttbýli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×