Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 20:43 Jónatan Magnússon, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. „Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum. Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
„Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum.
Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31