Toppi faraldurs mögulega náð og Þórólfur á leið í tímamótafrí Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2022 12:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að toppnum sé náð í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að toppnum á kórónuveirufaraldrinum sé mögulega náð og að faraldurinn sé hugsanlega á leið niður. Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27