SaltPay fjárfestir í Dineout Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 10:31 Tinnu Sigurðardóttur, stofnandi og einn eigandi Dineout. Aðsend Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Að sögn Dineout verður fjármagnið meðal annars nýtt í að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dineout en samhliða fjármögnun SaltPay hyggst Dineout ráða inn starfsfólk á næstu vikum. Ekki er upplýst um umfang fjárfestingarinnar. Eigendahópurinn samanstendur nú af Ingu Tinnu Sigurðardóttur, stofnanda og hugmyndasmiðs fyrirtækisins, Tix miðasölu ehf., Magnúsi Birni Sigurðssyni, Viktori Blöndali Pálssyni ásamt SaltPay. Stjórn Dineout verður skipuð af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda Tix Miðasölu, Ingu Tinnu Sigurðardóttur auk eins stjórnarmeðlims frá SaltPay í Bretlandi. 25 þúsund sótt Dineout appið Þrjú ár eru frá því að borðabókunarkerfi Dineout kom á markaðinn. Að sögn stjórnenda er heildarfjöldi borðabókana tæplega 1,8 milljónir frá upphafi og eru nú um 170 veitingastaðir í viðskiptum við Dineout. Um 90 þúsund heimsóknir séu inn á vef Dineout í hverjum mánuði og um 25.000 manns sótt sér Dineout Iceland appið. Í dag býður Dineout einnig upp á matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. Lausnir Dineout verða innleiddar í Noregi í næsta ári og stefnir fyrirtækið á frekari útrás. Að sögn Dineout hafa síðustu mánuðir meðal annars farið í að tengja saman lausnir Dineout við Tix miðasölukerfið. Niðurstaðan sé heildarlausn fyrir tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús. „Tix starfar nú í 9 löndum og mun þessi nýja heildarlausn fara í notkun í Noregi í næsta mánuði. Klár stökkpallur fyrir Dineout í útrás á erlenda markaði ásamt því að um einstaka lausn er að ræða á evrópskum markaði og í raun á heimsvísu. Tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús hafa kallað eftir einni lausn sem býður upp á miðasölu, kassakerfi og matarpantanir og ný sameinuð lausn Tix og Dineout leysir þessa þörf.“ „Fjármögnun SaltPay er gríðarlega spennandi og frábært að fá þá inn í eigendateymið,“ segir Inga Tinna í tilkynningu. Tækni Veitingastaðir Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Að sögn Dineout verður fjármagnið meðal annars nýtt í að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dineout en samhliða fjármögnun SaltPay hyggst Dineout ráða inn starfsfólk á næstu vikum. Ekki er upplýst um umfang fjárfestingarinnar. Eigendahópurinn samanstendur nú af Ingu Tinnu Sigurðardóttur, stofnanda og hugmyndasmiðs fyrirtækisins, Tix miðasölu ehf., Magnúsi Birni Sigurðssyni, Viktori Blöndali Pálssyni ásamt SaltPay. Stjórn Dineout verður skipuð af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda Tix Miðasölu, Ingu Tinnu Sigurðardóttur auk eins stjórnarmeðlims frá SaltPay í Bretlandi. 25 þúsund sótt Dineout appið Þrjú ár eru frá því að borðabókunarkerfi Dineout kom á markaðinn. Að sögn stjórnenda er heildarfjöldi borðabókana tæplega 1,8 milljónir frá upphafi og eru nú um 170 veitingastaðir í viðskiptum við Dineout. Um 90 þúsund heimsóknir séu inn á vef Dineout í hverjum mánuði og um 25.000 manns sótt sér Dineout Iceland appið. Í dag býður Dineout einnig upp á matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. Lausnir Dineout verða innleiddar í Noregi í næsta ári og stefnir fyrirtækið á frekari útrás. Að sögn Dineout hafa síðustu mánuðir meðal annars farið í að tengja saman lausnir Dineout við Tix miðasölukerfið. Niðurstaðan sé heildarlausn fyrir tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús. „Tix starfar nú í 9 löndum og mun þessi nýja heildarlausn fara í notkun í Noregi í næsta mánuði. Klár stökkpallur fyrir Dineout í útrás á erlenda markaði ásamt því að um einstaka lausn er að ræða á evrópskum markaði og í raun á heimsvísu. Tónleikahallir, kvikmyndahús og leikhús hafa kallað eftir einni lausn sem býður upp á miðasölu, kassakerfi og matarpantanir og ný sameinuð lausn Tix og Dineout leysir þessa þörf.“ „Fjármögnun SaltPay er gríðarlega spennandi og frábært að fá þá inn í eigendateymið,“ segir Inga Tinna í tilkynningu.
Tækni Veitingastaðir Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01
Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4. ágúst 2021 23:47