Fékk tæplega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn misskildi hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Aron Jóhannsson spilaði lítið með Werder Bremen á sínum tíma vegna erfiðra meiðsla. Getty Images Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi. Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann. Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann.
Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira