Nýr stjóri Leeds: Ted Lasso þættirnir eru ekki að hjálpa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Jesse Marsch stýrir Leeds United í fyrsta sinn um helgina. EPA-EFE/FILIP SINGER Jesse Marsch er nýtekinn við knattspyrnustjórastarfi Leeds United eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Þessi bandaríski stjóri segist eins og aðrir landar hans í þjálfun þurfa að glíma við fordóma gagnvart bandarískum knattspyrnuþjálfurum. Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira