Búast við jafnvægi á íbúðamarkaði á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 19:19 Húsnæðismarkaðurinn reynist mörgum erfiður. vísir/vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira