Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. mars 2022 23:31 Unnið hefur verið hörðum höndum að því undanfarna daga að fylla upp í holur sem myndast hafa á götunum eftir slæma tíð undanfarið. Vísir/Sigurjón Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“ Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“
Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39