Segir sögu íslenskra húsa: „Datt í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook“ Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 13:30 Á síðustu árum hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í nokkrum lotum birt daglegar færslur á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir sögu einhvers húss á Íslandi sem vakið hafi áhuga hans. Vísir/Vilhelm Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birtir í dag tvö hundruðustu færsluna á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir stuttlega frá sögu húss á Íslandi sem hafi vakið áhuga hans. Hann hefur kallað færslurnar „Hús dagsins“ og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá vinum og Facebook-fylgjendum Guðjóns. „Þegar ég byrjaði með þetta þá datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook. Það er svo mikil neikvæðni þarna,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu. „Þetta var því bara einhver hugdetta hjá mér að byrja með þessar færslur, en viðbrögðin voru þannig að þetta var vel þegið svo ég hef haldið þessu áfram.“ Situr á töluverðum fjölda af húsamyndum Guðjón segist hafa birt nokkra tugi færslna á hverjum degi í nokkrum lotum á síðustu ár. „Ég held að þetta sé fjórða lotan núna. Til að byrja með þá einblíndi ég svolítið á hús í Reykjavík. Ég skrifaði Sögu Reykjavíkur á sínum tíma og þegar ég var að fara í gegnum skjöl og svoleiðis þá punktaði ég hjá mér ýmsar upplýsingar um einstök hús. Hélt eins konar spjaldskrá sem ég hef notað svolítið síðan. Svo skrifaði ég stutta bók fyrir ferðamenn, Reykjavík Walks, sem kom út fyrir fyrir átta eða níu árum og þá tók þá mikinn fjölda mynda af húsum í borginni. Ég notaði ekki nema lítinn hluta af þeim myndum í þessa litlu bók þannig að ég átti töluverðan forða af húsamyndum.“ Þurfa helst að vera í góðu standi Síðustu tvö sumur hefur Guðjón svo verið að ferðast um landið. „Maður fór ekki mikið til útlanda. Þá fór ég að taka myndir af húsum á þeim húsum þar sem ég kom,“ segir Guðjón. En hvaða hús verða fyrir valinu hjá þér? Hvaða hús rata í „Hús dagsins“? „Ég vil nú helst að þetta séu hús sem eru í góðu standi, vel við haldið. Þetta eru hús sem mér finnst annað hvort falleg eða athyglisverð út frá byggingarsögu eða arkitektúrssjónarmiði. Ég hef verið með mikið af gömlum húsum, ég hef ekki mikið farið út í nýjustu húsin þó að það hafi komið fyrir.“ Tvö hundruðasta færslan síðar í dag Guðjón segist vera að gera þetta sjálfum sér og öðrum til skemmtunar, en líkt og áður sagði þá birtist tvö hundruðasta færslan í síðar dag. Hann segist reikna með að byggingin sem verði fyrir valinu verði Hóladómkirkja. „Annars verða þetta, held ég, tíu færslur í viðbót í þessari lotu þannig að ég verði kominn í 210. Ég er svo að fara á fullt í önnur verkefni þannig að ég má ekki vera að því að sinna þessu. En það má vel vera að það verði eitthvað meira síðar meir. Ég á í það minnsta helling af myndum til að nota.“ Vel þjálfaður Guðjón segist vera orðinn vel þjálfaður að nálgast upplýsingar um einstök hús. „Ég er búinn að vinna sem sagnfræðingur í þrjátíu, fjörutíu ár þannig að ég veit hvar á að leita. Ég hringi líka stundum í fólk til að fá upplýsingar um ákveðin hús.“ Hann segir að einhverjir hafi verið að skora á sig að fara lengra með þessar færslur og koma þeim mögulega á prent. „Ég er samt önnum kafinn í öðru svo ég hef eiginlega ekki tíma í það. Enda þyrfti það að vera eitthvað „konsept“. Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera með bók um tilviljanakennd hús.“ Hann segir það jákvætt ef færslurnar hafa orðið til þess að auka áhuga fólks á byggingarsögu og arkitektúr. „Ég hef fengið ábendingar um að fólk leggi leið sína, fari í göngutúra, til að skoða hús sem hafa komið þarna við sögu. Það er bara skemmtilegt.“ Hægt er að skoða fyrri færslur inni á Facebook-síðu Guðjóns. Ljósmyndun Húsavernd Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
„Þegar ég byrjaði með þetta þá datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook. Það er svo mikil neikvæðni þarna,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu. „Þetta var því bara einhver hugdetta hjá mér að byrja með þessar færslur, en viðbrögðin voru þannig að þetta var vel þegið svo ég hef haldið þessu áfram.“ Situr á töluverðum fjölda af húsamyndum Guðjón segist hafa birt nokkra tugi færslna á hverjum degi í nokkrum lotum á síðustu ár. „Ég held að þetta sé fjórða lotan núna. Til að byrja með þá einblíndi ég svolítið á hús í Reykjavík. Ég skrifaði Sögu Reykjavíkur á sínum tíma og þegar ég var að fara í gegnum skjöl og svoleiðis þá punktaði ég hjá mér ýmsar upplýsingar um einstök hús. Hélt eins konar spjaldskrá sem ég hef notað svolítið síðan. Svo skrifaði ég stutta bók fyrir ferðamenn, Reykjavík Walks, sem kom út fyrir fyrir átta eða níu árum og þá tók þá mikinn fjölda mynda af húsum í borginni. Ég notaði ekki nema lítinn hluta af þeim myndum í þessa litlu bók þannig að ég átti töluverðan forða af húsamyndum.“ Þurfa helst að vera í góðu standi Síðustu tvö sumur hefur Guðjón svo verið að ferðast um landið. „Maður fór ekki mikið til útlanda. Þá fór ég að taka myndir af húsum á þeim húsum þar sem ég kom,“ segir Guðjón. En hvaða hús verða fyrir valinu hjá þér? Hvaða hús rata í „Hús dagsins“? „Ég vil nú helst að þetta séu hús sem eru í góðu standi, vel við haldið. Þetta eru hús sem mér finnst annað hvort falleg eða athyglisverð út frá byggingarsögu eða arkitektúrssjónarmiði. Ég hef verið með mikið af gömlum húsum, ég hef ekki mikið farið út í nýjustu húsin þó að það hafi komið fyrir.“ Tvö hundruðasta færslan síðar í dag Guðjón segist vera að gera þetta sjálfum sér og öðrum til skemmtunar, en líkt og áður sagði þá birtist tvö hundruðasta færslan í síðar dag. Hann segist reikna með að byggingin sem verði fyrir valinu verði Hóladómkirkja. „Annars verða þetta, held ég, tíu færslur í viðbót í þessari lotu þannig að ég verði kominn í 210. Ég er svo að fara á fullt í önnur verkefni þannig að ég má ekki vera að því að sinna þessu. En það má vel vera að það verði eitthvað meira síðar meir. Ég á í það minnsta helling af myndum til að nota.“ Vel þjálfaður Guðjón segist vera orðinn vel þjálfaður að nálgast upplýsingar um einstök hús. „Ég er búinn að vinna sem sagnfræðingur í þrjátíu, fjörutíu ár þannig að ég veit hvar á að leita. Ég hringi líka stundum í fólk til að fá upplýsingar um ákveðin hús.“ Hann segir að einhverjir hafi verið að skora á sig að fara lengra með þessar færslur og koma þeim mögulega á prent. „Ég er samt önnum kafinn í öðru svo ég hef eiginlega ekki tíma í það. Enda þyrfti það að vera eitthvað „konsept“. Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera með bók um tilviljanakennd hús.“ Hann segir það jákvætt ef færslurnar hafa orðið til þess að auka áhuga fólks á byggingarsögu og arkitektúr. „Ég hef fengið ábendingar um að fólk leggi leið sína, fari í göngutúra, til að skoða hús sem hafa komið þarna við sögu. Það er bara skemmtilegt.“ Hægt er að skoða fyrri færslur inni á Facebook-síðu Guðjóns.
Ljósmyndun Húsavernd Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira