Rétta hugarfarið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 3. mars 2022 07:31 Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Magnús Jóhann Hjartarson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun