Körfubolti

Lovísa Björt: Höldum áfram að reyna að narta í toppliðin

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 12 sitg og tók 7 fráköst
Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 12 sitg og tók 7 fráköst Vísir/Bára

Lovísa Björt Henningsdóttir átti góðan leik þegar Haukar unnu öruggan sigur gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta kvenna í Ólafssal í kvöld.

„Mér fannst við koma svolítið flatar til leiks en við náðum góðum kafla þar sem við náðum góðu forskoti. Það má aldrei slaka á þegar þú spilar við Keflavík og við vissum það alveg.

Það var hins vegar ekkert stress þrátt fyrir að Keflavík væri að minnka muninn. Við náðum að fara vel yfir hlutina og unnum góðan sigur.

Nú heldur eltingaleikurinn við toppliðin áfram og við ætlum að gera okkar til þess að komast upp fyrir þau. Það er frábært að spila eins þétt og við höfum gert í allan vetur, að spila á sunnudag, miðvikudag og sunnudag.

Við erum bara spenntar fyrir næsta verkefni og stefnum á að halda áfram sigurgöngunni þar,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir sem skoraði 12 stig fyrir Hauka í leiknum.

Næsti leikur Haukaliðsins er gegn Grindavík á sunnudaginn kemur en Haukar eru eftir sigurinn í kvöld í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, fjórum stigum á eftir Fjölni, toppliði deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×