Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:57 Eyþór vill feta í fótspor Dana sem lögðu nýverið til Úkraínugötu í stað Kristianiugötu. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fresta afgreiðslu tillögunnar. Vísir/Vilhelm Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. „Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39