Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 14:00 Steven Gerrard náði sér í rautt spjald á 38 sekúndum í leik gegn Manchester United á lokatímabili sínu með Liverpool. Getty/John Powell Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn