„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 12:00 Arnór Sigurðsson í leik gegn Roma í vetur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á leiktíðinni. Getty/Maurizio Lagana „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“ Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira