Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2022 08:58 Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á gistiheimilinu í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið hafi hann átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði. Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira
Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði.
Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira