Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Snorri Másson skrifar 1. mars 2022 21:51 Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. En nú eru borgaryfirvöld komin með sannkallaða töfralausn. Það á sem sagt að gera hvort tveggja, stækka einkalóðirnar hér og stækka almenningslóðirnar hér. En hvernig má það vera? Það er útskýrt til hlítar í myndbrotinu hér að ofan. Gæði í að ná samkomulagi Lausn borgarinnar, sem sjá má í nýrri tillögu að deiliskipulagi á svæðinu, felst í að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka í staðinn í rauninni af þeim eiginlega allt svæðið sem það hefur haft í fóstri undanfarna áratugi. Íbúum í Vesturbæjarhópnum finnst mörgum að borgin hefði átt að taka alla til baka - án þess að lengja jarðir fólksins aðeins á móti. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir: „Við höfum litið svo á að þetta sé borgarland, þannig að samkomulagið snýst um að þetta hopi næstum því að lóðamörkunum sem við töldum vera og þau hafi þá heimild til að setja upp nýtt grindverk á hinum nýju lóðamörkum.“ Gula svæðið er á leið aftur til borgarinnar, umrætt trampólín vinstra megin á því svæði.Stöð 2/Ragnar/Egill Ef breytingarnar ganga svona í gegn verða nýju mörkin við röngu megin við trampólínið í einum garðinum. Það verður sem sagt ekki lengur pláss fyrir það í nýjum garði. „Þótt það gætu verið umdeildir partar í þessu er ég ánægður með að við séum að fá rosalega stóran hluta af þessu túni í reynd til baka, getum skipulagt það og gert stóra hluti hér. Ég skil alveg áhyggjur þeirra sem segja að það hefði verið nærtækara að ganga bara alla leið. En eins og ég segi eru ákveðin gæði í að ná samkomulagi og geta þá ráðist í verkefnið strax,“ segir Pawel í samtali við fréttastofu. Egill Aðalsteinsson Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. En nú eru borgaryfirvöld komin með sannkallaða töfralausn. Það á sem sagt að gera hvort tveggja, stækka einkalóðirnar hér og stækka almenningslóðirnar hér. En hvernig má það vera? Það er útskýrt til hlítar í myndbrotinu hér að ofan. Gæði í að ná samkomulagi Lausn borgarinnar, sem sjá má í nýrri tillögu að deiliskipulagi á svæðinu, felst í að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka í staðinn í rauninni af þeim eiginlega allt svæðið sem það hefur haft í fóstri undanfarna áratugi. Íbúum í Vesturbæjarhópnum finnst mörgum að borgin hefði átt að taka alla til baka - án þess að lengja jarðir fólksins aðeins á móti. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir: „Við höfum litið svo á að þetta sé borgarland, þannig að samkomulagið snýst um að þetta hopi næstum því að lóðamörkunum sem við töldum vera og þau hafi þá heimild til að setja upp nýtt grindverk á hinum nýju lóðamörkum.“ Gula svæðið er á leið aftur til borgarinnar, umrætt trampólín vinstra megin á því svæði.Stöð 2/Ragnar/Egill Ef breytingarnar ganga svona í gegn verða nýju mörkin við röngu megin við trampólínið í einum garðinum. Það verður sem sagt ekki lengur pláss fyrir það í nýjum garði. „Þótt það gætu verið umdeildir partar í þessu er ég ánægður með að við séum að fá rosalega stóran hluta af þessu túni í reynd til baka, getum skipulagt það og gert stóra hluti hér. Ég skil alveg áhyggjur þeirra sem segja að það hefði verið nærtækara að ganga bara alla leið. En eins og ég segi eru ákveðin gæði í að ná samkomulagi og geta þá ráðist í verkefnið strax,“ segir Pawel í samtali við fréttastofu. Egill Aðalsteinsson
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12
Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15