Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 20:36 Slysið átti sér stað fyrir tæpum fimm árum síðan. Vísir Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu. Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu.
Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14