- Að algjört áfengisbann gekk í gildi á Íslandi árið 1915. Árið 1922 var þó aðeins slakað á banninu og mátti selja spænsk léttvín þar sem Íslendingar áttu í viðskiptasambandi við Spán um saltfisk.
- Áfengisbannið var afnumið árið 1935 á flestar tegundir með þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki bjór.
- Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 en framleiddi til að byrja með einungis óáfengt öl.
- Á stríðsárunum fékk Ölgerðin undanþágu til að framleiða áfengan bjór fyrir breska herliðið í Keflavík.
- Fleiri brugghús framleiddu bjór í kjölfarið en eingöngu til útflutnings. Erlend sendiráð á Íslandi höfðu undanþágu frá bjórbanni og eins var hægt að kaupa bjór í fríhöfninni í Keflavík en bara til neyslu á staðnum.
- 1965 máttu áhafnir flugvéla og flutningaskipa koma með takmarkað magn af bjór inn í landið.
- Árið 1979 keypti Davið Scheving Thorsteinsson kassa af bjór í fríhöfninni en var stöðvaður í tollinum. Davíð vitnaði til Jafnræðisreglu sem varð til þess að ferðamönnum var eftirleiðis leyft að taka með sér ákveðið magn af bjór inn í landið.
- Árið 1980 fengust þrjár tegundir bjórs í fríhöfninni Löwenbrau, Beck´s og Carlsberg
- Bjórlíki, blanda af sterku víni og léttöli var selt á íslensku börum á níunda áratugnum við miklar vinsældir, það miklar að árið 1985 það var bannað að selja það.
- Þann 1. mars 1989 var banni við sölu bjórs loks aflétt eftir 74 ára bann við mikinn fögnuð. Fimm tegundir af bjór voru á boðstólnum þennan fyrsta dag en þeim fjölgaði hratt. Vinsældir bjórs jukust líka hratt og þið þekkið framhaldið.
Loksins mátti kaupa bjór

Bjórdagurinn er í dag og Íslendingar fagna því að hafa getað keypt bjór síðustu þrjátíu og þrjú árin. Áður var það nefnilega bannað! Hér eru tíu staðreyndir um bjórsögu Íslendinga: