„Þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 14:30 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem finna má á tal.is/vigtin og í appi Bylgjunnar. Það vantaði mun meiri brodd í kosningabaráttu Sævars Péturssonar til að hann ætti möguleika gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í formannsslagnum hjá KSÍ, að mati strákanna í Þungavigtinni. Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira