Tónlistarkonan Þórunn Antonía flutti ung til London til þess að láta drauminn um tónlistarferil rætast. Hún lenti í spennandi ævintýrum þar í borg, starfaði með þekktum hljómsveitum og kynntist meðal annars söngkonunni heitinni, Amy Winehouse.
„Við kynnumst áður en hún verður heimsfræg, við kynnumst í gegnum sameiginlega vinkonu,“ sagði Þórunn í viðtali hjá hjá Ósk Gunnars á FM957 í hádeginu. Þórunn var 18 eða 19 ára þegar hún kynntist Amy.
„Við urðum mjög góðar vinkonur. Hún féll frá svo allt of allt of snemma, líkt og svo margar perlur innan tónlistarbransans.“
Bestu vinir Amy skrifuðu um hana bókina Beyond Black sem gefin var út á síðasta ári. Þau báðu Þórunni Antoníu að skrifa einn kafla bókarinnar. Þórunn mun á viðburðinum í kvöld ræða vinskap þeirra og hvað gekk á hjá henni sjálfri í bransanum.
Viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld en frekari upplýsingar má finna á Facebook.