Íslenska CrossFit fólkið langt frá toppnum eftir fyrsta hluta The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár en hún er engu að síður efst Íslendinga eftir fyrsta hluta The Open. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri í 22.1 hluta The Open en enginn íslenskur keppandi er meðal 35 efstu í fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira