Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 17:30 Gianluigi Buffon eldist eins og gott rauðvín. Getty/Luca Amedeo Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. Það þýðir að Buffon, sem er 44 ára gamall, ætlar sér að spila að minnsta kosti þar til að hann verður 46 ára. „Þetta er dásamlegur dagur fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vona að borgarbúar og allir stuðningsmennirnir gleðjist yfir þessu,“ sagði Buffon. Buffon gekk í raðir Parma, sem leikur í næstefstu deild Ítalíu, í fyrra og skrifaði undir samning til tveggja ára. Never ending story. Gianluigi Buffon has signed a new contract with Parma until June 2024, deal completed today. #BuffonGigi Buffon will be 46 by then. I can give my best, again and again - he said. @1913parmacalcio pic.twitter.com/LIWHmJp48l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2022 Hjá Parma hófst ævintýralegur ferill hans árið 1995 en Buffon var seldur fyrir metfé frá Parma til Juventus árið 2001 og lék þar í 17 ár. Hann lék eina leiktíð með PSG og aftur eina leiktíð með Juventus áður en hann sneri heim til Parma. Buffon lék 176 A-landsleiki áður en hann lagði landsliðshanskana á hilluna árið 2018. Hann á að baki 657 leiki í efstu deild Ítalíu, sem er met. Buffon vann 10 Ítalíumeistaratitla með Juventus, jafnvel þó að titlarnir sem teknir voru af félaginu 2005 og 2006 vegna mútugreiðslna séu ekki taldir með. Hann varð jafnframt franskur meistari með PSG 2019 auk þess að hafa unnið til fjölda fleiri verðlauna á ferlinum. Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Það þýðir að Buffon, sem er 44 ára gamall, ætlar sér að spila að minnsta kosti þar til að hann verður 46 ára. „Þetta er dásamlegur dagur fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vona að borgarbúar og allir stuðningsmennirnir gleðjist yfir þessu,“ sagði Buffon. Buffon gekk í raðir Parma, sem leikur í næstefstu deild Ítalíu, í fyrra og skrifaði undir samning til tveggja ára. Never ending story. Gianluigi Buffon has signed a new contract with Parma until June 2024, deal completed today. #BuffonGigi Buffon will be 46 by then. I can give my best, again and again - he said. @1913parmacalcio pic.twitter.com/LIWHmJp48l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2022 Hjá Parma hófst ævintýralegur ferill hans árið 1995 en Buffon var seldur fyrir metfé frá Parma til Juventus árið 2001 og lék þar í 17 ár. Hann lék eina leiktíð með PSG og aftur eina leiktíð með Juventus áður en hann sneri heim til Parma. Buffon lék 176 A-landsleiki áður en hann lagði landsliðshanskana á hilluna árið 2018. Hann á að baki 657 leiki í efstu deild Ítalíu, sem er met. Buffon vann 10 Ítalíumeistaratitla með Juventus, jafnvel þó að titlarnir sem teknir voru af félaginu 2005 og 2006 vegna mútugreiðslna séu ekki taldir með. Hann varð jafnframt franskur meistari með PSG 2019 auk þess að hafa unnið til fjölda fleiri verðlauna á ferlinum.
Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti