Upphafið má rekja til þess að Svisslendingurinn Fanny Smith var dæmt úr keppni í úrslitunum og Maier fékk því bronsið í staðinn.
Nine days after the race at the Beijing Olympics, the bronze medal in women s skicross was changed on appeal. Fanny Smith of Switzerland will now be awarded bronze, not Daniela Maier of Germany. https://t.co/6gb6IobiHZ
— AP Sports (@AP_Sports) February 26, 2022
„Þetta var án efa erfiðasti dagurinn minn á ferlinum. Ég get ekki sætt mig við ákvörðun dómarana. Ég er niðurbrotin,“ sagði Fanny Smith strax eftir keppnina.
Alþjóðaskíðasambandið hefur nú tekið fyrir áfrýjun Fanny og dæmt þeirri svissnesku í vil. Í úrskurðinum kom fram að nálægð keppanda hefði orsakað útkomuna en að þetta hafi aldrei verið viljandi eða neinum að kenna.
„Það er alveg ljóst að mér er létt eftir þessa ákvörðun. Ég var alltaf sannfærð um það að ég hefði ekki gert mistök. Á sama tíma þá finn ég til með Danielu Maier,“ sagði Fanny Smith í viðtali á heimasíðu svissneska skíðasambandsins.
Fanny Smith er því með tvenn bronsverðlaun úr þessari grein því hún varð einnig þriðja á leikunum Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018.
Hinn 25 ára gamla Daniela Maier þarf að skila verðlaunum sínum en fær vonandi tækifæri til að vinna verðlaun eftir fjögur ár. Fanny er einmitt fjórum árum eldri en hún.