„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 18:40 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels