Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2022 21:01 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira