Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 10:59 Hilmar Leifsson, bróðir Tryggva Rúnars Leifssonar, og fleiri aðstandendur Tryggva í Hæstarétti árið 2018 þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru sýknaðir. Vísir/Daníel Þór Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent